Fara í efni
25.08.2022 Fréttir

Heimgreiðslur

Sótt er um heimgreiðslur rafrænt í íbúagátt eða á umsóknareyðublaði í þjónustuveri fjölskyldu- og fræðslusviðs.

Deildu

Vestmannaeyjabær hefur samþykkt að greiða sérstakar heimgreiðslur frá og með 1. september nk. til forráðamanna barna sem ekki eru í leikskóla frá 12-16 mánaða aldri hvort sem forráðamenn þiggja boð um leikskólagöngu fyrir barnið eða ekki á því aldursbili.

Þá hefur Vestmannaeyjabær einnig samþykkt að greiða sérstakar heimgreiðslur til forráðamanna barna eftir 16 mánaða aldur ef ekki er laust leikskólapláss fyrir barnið í sveitarfélaginu.

Nánari upplýsingar um heimgreiðslur eru í samþykktum reglum Vestmannaeyjabæjar um heimgreiðslur

Sótt er um heimgreiðslur rafrænt í íbúagátt eða á umsóknareyðublaði í þjónustuveri fjölskyldu- og fræðslusviðs.