Þar sem framkvæmdum er nú loksins að ljúka og jólin á næsta leyti viljum við bjóða bæjarbúum að koma á opið hús í Heimaey, Faxastíg 46, til að fagna áfanganum og í leiðinni eiga með okkur notalega jólastund. Kaffi og kökur verða í boði, hlökkum til að sjá sem flesta. Við verðum með kerti og handverk okkar til sölu.
15.12.2016
Heimaey vinnu og hæfingarstöð - Opið hús
Síðastliðið sumar sameinuðust Hamar hæfingarstöð og Kertaverksmiðjan Heimaey.