Fara í efni
07.02.2006 Fréttir

Heilsuhelgi í Vestmannaeyjum

?ALLT HEFUR ÁHRIF EINKUM VIÐ SJÁLF"Í tengslum við verkefnið ?Allt hefur áhrif einkum við sjálf" býður Vestmannaeyjabær upp á Heilsuhelgi í Íþróttamiðstöðinni. Einnig er nýfarið af stað Orkuátak Latabæjar sem Vestmannaeyjabær er þáttt
Deildu

?ALLT HEFUR ÁHRIF EINKUM VIÐ SJÁLF"

Í tengslum við verkefnið ?Allt hefur áhrif einkum við sjálf" býður Vestmannaeyjabær upp á Heilsuhelgi í Íþróttamiðstöðinni.

Einnig er nýfarið af stað Orkuátak Latabæjar sem Vestmannaeyjabær er þátttakandi í. Eru foreldrar hvattir til að koma með börnin sín og ná sér í orku.

Líkamsræktarstöðin Hressó býður upp á kynningatíma og veitingarstaðir bæjarins ætla að bjóða upp á heilsumatseðla.

Föstudagur 10. febrúar

 Sundkeppnin ?Syntu til Evrópu" hefst.

 Unglingakvöld í Sundlaug frá kl. 19.30 - 21.30

Hljómsveitirnar Trans local, Four monkeys og Analog spila fyrir sundlaugargesti. Hægt að fara á stökkbretti, spila handbolta, körfubolta og slaka á í heitu pottunum.

Laugardagur 11. febrúar

Kynningarbás stýrihóps verkefnisins ?Allt hefur áhrif einkum við sjálf"

 Kl. 10.00 - 13.00

Mælingar - starfsfólk Heilsugæslunnar sér um blóðþrýstingsmælingu, sykurmælingu og lungnamælingu frítt. Kólesterólmæling kr. 400

BMI stuðull reiknaður út fyrir fólk, Björgvin Eyjólfsson íþróttakennari

 Kl. 11.00 -13.00

Næringarráðgjöf, Helga Björk Óskarsdóttir heilbrigðis- og næringarfræðingur

 Kl. 10.00 - 12.00

Gaman saman í gamla sal. Áhöld, kaðlar, boltar og margt fleira sett út á gólf. Foreldrar og börn geta komið og leikið frjálst.

 Kl. 10.00 - 13.00

Badminton í sal 2. Frítt fyrir foreldra og börn.

 Kl. 10.00 - 12.00

Fimleikafélagið Rán verður með opna fimleikaæfingu í sal 3. Allir velkomnir.

 Kl. 11.00

Göngu- og hlaupahópur, boðið upp á 9 mismunandi leiðir. Nú er kjörið tækifæri til að byrja.

 Kl. 12.00 - 13.00

Hressó býður upp á opinn tíma, allir velkomnir. Stundaskrá kynnt.

Sunnudagur 12. febrúar

 Bátadagur í Sundlauginni. Allir krakkar mæta með báta í sundlaugina. Frítt fyrir 16. ára og yngri.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar