Fara í efni
08.08.2007 Fréttir

Heilsdagsúrræði/skóladagheimili

Heilsdagsúrræði/skóladagheimili, fyrir nemendur í 1 - 5.
Deildu

Heilsdagsúrræði/skóladagheimili, fyrir nemendur í 1 - 5. bekk og fatlaða nemendur í 6 -10 bekk veturinn 2007-2008.
Umsóknarfrestur til 15. ágúst n.k.

Heilsdagsvistun tekur til starfa um leið og skólarnir byrja og verður opin eftir hádegið alla virka daga skólaársins frá því að skóladegi nemenda lýkur til kl. 17. Hægt er að sækja um skóladagheimilisvist fyrir börn í 1. - 5. bekk en fötluð börn og börn í 1. bekk hafa forgang.

Jafnframt verður til boða sértækt heilsdagsúrræði fyrir fötluð börn í 6. - 10. bekk frá því að skóla lýkur á daginn til kl. 17. Verið er að leggja niður dagþjónustu á Búhamri og því eru forráðamenn fatlaðra barna hvattir til að sækja um pláss fyrir 15. ágúst n.k.

Vistunargjöld eru kr. 8000.- á mánuði og ráða foreldrar hversu mikinn hluta af opnunartímanum þeir nýta sér.

Umsóknareyðublöð (inntökubeiðnir) fást í þjónustuveri Ráðhússins sem og á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Umsóknum skal fylgja staðfesting á greiðslufyrirkomulagi og skilist í þjónustuver Ráðhússins.

F.h. fjölskyldu- og fræðslusviðs
Erna Jóhannesdóttir
fræðslufulltrúi