Fara í efni
23.09.2010 Fréttir

Haustþing 9. deildar

Haustþing 9.deildar í Vestmannaeyjum verður haldið í Eyjum 24.september 2010.
Deildu
Er þetta í tíunda sinn sem leikskólastarfsfólk heldur haustþing, en árið 2001 tóku leikskólakennarar og annað starfsfólk þátt í haustþingi í samvinnu við kennarafélög grunnskóla, tónlistarskóla og Framhaldsskóla Vestmannaeyja.
Í fyrra tókum við þátt í haustþingi með 8.deild og lukkaðist það mjög vel. Það þing var haldið á Selfossi. Það er svo spurning hvernig þetta verður að ári þegar búið verður að leggja niður 9.deild.
Fjöldi námskeiða verður í boði að þessu sinni, eins og endranær. Námskeiðin fara fram í fundarsal Ráðhússins, fundarsal íþróttamiðstöðvar, leikskólanum Sóla og í þremur sölum í safnaðarheimili Landakirkju.
Um 70 manns starfa í leikskólum Vestmannaeyja, en auk þeirra eru dagforeldrar hér í Eyjum þátttakendur á þessu haustþingi.
 
Hægt er að sjá dagskrá haustþingsins hér