Fara í efni
29.10.2012 Fréttir

Hamar hæfingarstöð - Starfsfólk óskast

Óskum eftir stuðningsfulltrúa til starfa á Hamri hæfingarstöð að Búhamri 17. Um er að ræða 50% starf þar sem starfstími er frá kl. 11:00-15:00 alla virka daga.

Deildu

Hamar hæfingarstöð hefur verið starfrækt síðan í febrúar 2009. Hlutverk hæfingar er að veita dagþjónustu, hæfingu og/eða starfsþjálfun í samræmi við áhuga og færni einstaklingsins. Markmið hæfingar er að draga úr áhrifum fötlunar og auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi.

Unnið er samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. Lögð er áhersla á náið samstarf og leiðsögn frá þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af störfum með fötluðum.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmannaeyja ( STAVEY)

Umsóknareyðublöð má nálgast í þjónustuveri Ráðhúss eða á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, http://vestmannaeyjar.is/ , undir stjórnsýsla, eyðublöð og atvinnuumsókn.

Umsóknarfrestur er til 19. nóvember

Umsóknum skal skila í þjónustuver Ráðhúss.

Nánari upplýsingar veitir Þórsteina Sigurbjörnsdóttir iðjuþjálfi í síma 488-2620 eða á  netfangið steina@vestmannaeyjar.is