Hafnarvörður sinnir hafnarvörslu, vigtun sjávarafla, hafnarvernd, ásamt almennum viðhaldsverkefnum hafnarinnar. Hann sinnir einnig öðrum þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum. Starfsmaður starfar undir verkstjórn yfirhafnsögumanns/skrifstofustjóra.
Hæfniskröfur:
· Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, lipur í samskiptum, stundvís og hafa góða þjónustulund
· Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
· Þarf að hafa bílpróf
· enskukunnátta æskileg
· skipstjórnar- eða vélstjóramenntun æskileg
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Vestmannaeyja (Stavey) eða Drífanda stéttarfélags.
Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar: http://www.vestmannaeyjar.is/…/f…/eydublod/atvinnuumsokn.pdf eða í þjónustuveri bæjarskrifstofu. Umsóknir skulu merktar Hafnarvörður og berast á bæjarskrifstofu á Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjar eða á netfangið postur@vestmannaeyjar.is.
Einnig er auglýst eftir hafnarverði í afleysingar um óákveðinn tíma. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 4. September. Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veitir Andrés Sigurðsson í síma 6913300
Vestmannaeyjabær hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.