Tilkynningar vegna bilaðra ljósa skulu berast í síma 488 2530 eða á netfangið gotuljos@vestmannaeyjar.is
Vinnulag við viðgerðir er þannig að neyðarþjónusta er allan sólarhringinn í þeim tilfellum sem þess þarf. Aðrar viðgerðir eru flokkaðar eftir mikilvægi en reynt er að fara minnst einu sinni í viku og laga þau ljós sem biluð eru.
Slæmt veður undanfarið hefur gert þessa vinnu erfiðari, bæði vegna fjölda bilaðra ljósa og að ekki er unnt að fara upp í ljósin í slæmu veðri. Að auki hefur galli í nýlegum LED ljósum gert vart við sig í vesturbænum en framleiðandi ljósanna hefur lofað að skipta þeim út og eru ný ljós á leið til Vestmannaeyja.
