Fara í efni
21.06.2011 Fréttir

Goslokin

Nú er dagskrá goslokahátíðarinnar klár og ætti að berast inn á öll heimili í Vestmannaeyjum fyrripartinn í næstu viku. Dagskráin verður jafnframt gerð aðgengileg á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar auk annarra fréttamiðla í Eyjum.
Deildu
Goslokamerkin eru komin til sölu í Eymundsson, Skóvinnustofu Stefáns og Ráðhúsinu. Jafnframt geta sölubörn komið við í Ráðhúsinu og fá þá sölulaun fyrir. Ágóði af sölu goslokamerkjanna rennur upp í kostnað við hátíðina, en frítt er á alla viðburði sem Vestmannaeyjabær stendur fyrir. 
 
Hljómsveitin Dans á rósum hefur samið goslokalag, og ætti það að heyrast á öldum ljósvakans fljótlega.
 
Goslokanefndin hefur, eftir áskoranir, ákveðið að taka upp litaskiptingu hverfanna líkt og var áður. Er skiptingin hér að neðan. Bæjarbúar eru eindregið hvattir til að skreyta hús sín og nánasta umhverfi og láta ímyndunaraflið njóta sín.
 
Vesturbær til og með Illugagötu, appelsínugult og svart
Frá Illugagötu að Kirkjuvegi og miðbærinn, gult og svart
Austurbær austan Kirkjuvegar, rautt og svart
 
Verður mest skreytti partur Eyjanna viðurkenndur með sérstöku lófaklappi á tónleikunum „Óður til Oddgeirs“ á föstudagskvöldinu þar sem fjöldinn allur af listamönnum mun koma fram.