Fara í efni
26.06.2013 Fréttir

Goslokamerkið 2013- sölufólk óskast

Deildu
 Goslokamerki ársins 2013 er komið og óskar goslokanefnd eftir sölufólki. Þeir sem vilja taka að sér merkjasölu skulu sækja merkin í Ráðhúsið og eru góð sölulaun í boði.
 
Merkin verða auk þess til sölu í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Eymundsson og í Sagnheimum/Byggðasafninu.
 
Goslokafánarnir sívinsælu eru auk þess komnir til sölu að nýju í Ráðhúsinu. Síðast fengu færri en vildu, þannig að fólk er hvatt til að næla sér í fána tímanlega.