Ekki verður síðra að sjá fjörið sem kemur með öllum vélhjólunum sem hér verða samankomin á landsmóti vélhjólamanna. Landsbankinn mun taka við af Sparisjóðnum og halda upp á Landsbankadaginn. Þetta er einungis brotabrot af því sem í boði verður og verður frekari dagskrá kynnt innan tíðar.
Goslokanefnd vill nú á þessum tímapunkti biðja þá sem hafa hug á að vera með viðburð þessa daga sem hátíðin stendur, að senda upplýsingar um viðburðinn á netfangið goslok@vestmannaeyjar.is, eða hafa samband í síma 488-2000. Einungis með þeim hætti er hægt að tryggja að upplýsingar um viðburðinn verði auglýstar í dagskrá hátíðarinnar! Allar ábendingar, hugmyndir og vangaveltur eru vel þegnar!