Fara í efni
04.07.2007 Fréttir

GOSLOKAHÁTÍÐ 2007

Goslokahátíðin 2007 verður nú haldin með hefðbundnu sniði. Sú venja hefur skapa
Deildu

Goslokahátíðin 2007 verður nú haldin með hefðbundnu sniði. Sú venja hefur skapast að halda veglega upp á þessi tímamót á 5 ára fresti, næsta stórafmæli verður því 2008 á 35 ára afmælinu. Venjubundið þar á milli og miðast við afmælisdaginn 3. júlí eða þá helgi sem næst honum stendur, að þessu sinni verður hátíðin haldin helgina 6. - 8. júlí.

VULCANO OPEN GOLFMÓTIÐ 6. - 7. júlí

Föstudagur 6. júlí.
Kl. 17.30
Suðurhafssigling umhverfis Surtsey / ath. ef veður leyfir

Kl. 18.00
Sirkusinn FLIK - FLAK í
Íþróttamiðstöðinni

Kl. 20.00
Tyrkjaránið - Minningarsýning um Runólf Gíslason í Dalabúi, Sigurgeir Scheving flytur minningarorð.
Leikfélag Vestmannaeyja, leikgerð Sigurgeirs Jónssonar á reisubókum Guðríðar Símonardóttur og Ólafs Egilssonar.

KL. 21.00
Kaffi Kró
Formleg opnun á vefnum: Byggðin undir hrauninu.

Eyjakvöld - ýmist tónlistarfólk leikur Eyjalögin m.m.

Laugardagur 7. júlí.

Kl. 13.30
Gengið á Heimaklett Leiðsögn Friðbjörn Valtýsson.
Menn hittast út á Eiði við rústir gamla björgunarskýlisins.

Sparisjóðsdagurinn á Bárustíg
Kl. 14.00 - 16.00
Krakkahlaup - Þrír aldurshópar, stúlkna og drengja - 8 ára og yngri, 9-10 ára og 11-12 ára.
Körfuboltaþrautir, Grillveisla, Leikir og þrautir á vegum Ungmennafélagsins Óðins
Götuleikhúsið, Létt lög á Bárustígnum - Jarl og félagar
Leiktæki

Kl. 16.00
Ragnar Óskarsson sagnfræðingur stjórnar göngu á söguslóðir Tyrkjaránsins.
Rúta frá Bárustíg í Brimurð, gengið af stað þaðan 16.15

Kl. 20.00
Allir í Skvísusund

Pipphúsið - Sigurgeir Jónsson segir sögur, áritar og les úr nýju bók sinni.
Hægt verður að kaupa bókina á staðnum

Kl. 21.00 - 23.00
Tónlist í Skvísusundi

KL 23.00 - 24.00
HLÉ - (upplagt til að koma börnunum heim. )

Kl. 24. 00
Fjör í Skvísusundi fram eftir nóttu.


Dans á rósum, Árni Johnsen, Jarl og félagar, Lalli- Eygló og Sigurrós


Sunnudagur 8. júlí

Kl. 11.00
Göngumessa hefst í Landakirkju.
Þaðan verður gengið að gíg Eldfells þar sem athöfnin heldur áfram, gengið á Skansinn og lýkur messunni í Stafkirkjunni.
Rúta verður fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga.
Um kl. 13.00 að aflokinni athöfninni á Skansinum verður borin fram súpa í boði sóknarnefndar Landakirkju.

Tyrkjaránssýningin í Vélasalnum opin laugardag og sunnudag frá 14.00 - 18.00

Vestmannaeyjabær
Sparisjóður Vestmannaeyja