Næsta laugardag, þann 23. janúar, verður opið á á Byggðasafni Vestmannaeyja. Í Pálsstofu verður sýnd heimildamynd Páls Steingrímssonar, „5000 óboðnir gestir“ sem fjallar um eldgosið sem hófst í Vestmannaeyjum fyrir réttum 37 árum. Myndin hefst stundvíslega á heila og hálfa tímanum. Í anddyri Safnahússins verða spilaðar upptökur af hinum vinsælu Eyjapistlum, fréttaþáttum Arnórs og Gísla Helgasona.
Opið verður frá 11-14 og er aðgangur ókeypis.
Verið hjartanlega velkomin.