Bæjarbúar fjölmenntu þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu á Baldurshagatúninu sl. föstudag.
Sigurður Guðnason, 6 ára peyi kveikti á ljósunum við mikinn fögnuð krakkanna. Dagskráin var hefðbundin og vakti Barnajólakórinn sem þær Guðrún Bjarnadóttir og Joanna Maria Wlaszczyk komu sérstaklega saman fyrir þetta tækifæri verðskulaða athygli og gladdi viðstadda. Við undirleik Lúðrasveitar Vestmannaeyja skapaðist hin eina sanna jólastemming. Guðrún Erlingsdóttir flutti ávarp Lúðvíks Bergvinssonar sem forfallaðist á síðustu stundu vegna þinganna, og sr. Þorvaldur flutti hugvekju. Jólasveinar og dvergar frá Leikfélagi Vestmannaeyja voru á sveimi og þessu lauk svo með piparkökum og kakó á Laterna. Verslanir voru opnar til kl.20.00
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar