Steini og Olli ehf. hafa lokið við endurnýjun á sól/grillpalli á austurlóð Hraunbúða.
Á verkfundi þann 29. desember sl. tilkynnti Magnús Sigurðsson framkvæmdastjóri Steina og Olla ehf. að fyrirtækið Steini og Olli ehf hefði ákveðið að gefa Vestmannaeyjabæ/ Hraunbúðum umræddar endurbætur. Kostnaður við verkið var um 500 þúsund krónur. Vestmannaeyjabær þakkar fyrirtækinu Steina og Olli ehf. fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Jón Pétursson framkvæmdastjóri
fjölskyldu- og fræðslusviðs