Stuðsveitin Stuðlar tók að sér að bjóða sumarið velkomið með frábærum söng og hljóðfæraleik. Séra Guðmundur Örn hélt hugvekju og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri ávarpaði heimilisfólk Hraunbúða. Að sjálfsögðu var gætt ítrustu sóttvarnaráðstafana og flytjendur atriða í langri fjarlægð og öðru sóttvarnarhólfi en íbúar og engir snertifletir þar á milli.
22.04.2021
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn !
Eins og áður hefur komið fram ákvað Vestmannaeyjabær að fella niður almenn hátíðarhöld í ár á sumardaginn fyrsta en bjóða eldri borgurum á Hraunbúðum og á sjúkradeildinni á HSU upp á söng og gleði.
