Vestmannaeyjabær dreifði segulmottu með Geðorðunum inn á hvert heimili. Bæjarfélagið þátttakandi í starfi Lýðheilsustöðvar og er þátttakandi í verkefnunum "Allt hefur áhrif einkum við sjálf ?og "Vertu til".
Félags- og fjölskyldusvið Vestmannaeyja sendi um síðustu helgi segulmottu með Geðorðunum 10, inn á hvert heimili í Eyjum. Hera Einarsdóttir, yfirmaður félags og fjölskyldusviðs sagði þetta gert í tengslum við verkefnið Geðrækt sem er forvarna-, fræðslu,- og rannsóknarverkefni um geðheilsu og er nú eitt af verkefnum Lýðheilsustöðvar.
?Lýðheilsustöð bauð sveitarstjórnum Geðorðin 10 á segulmottu gegn því að sveitarfélögin dreifðu þeim. Þetta er því samstarfsverkefni við Lýðheilsustöð og hluti af geðræktarverkefni. Það hafa mörg sveitarfélög nýtt sér þetta boð en við erum með svipað samvinnuverkefni við Saman hópinn. Við sendum nemendum í 2. og 6. bekk útivistarreglurnar í svipuðu formi á hverju ári," sagði Hera og var ánægð með viðbrögð við framtakinu.
?Við höfum fengið mjög góð viðbrögð rétt eins og þegar við sendum útivistarreglurnar en foreldrar hafa verið mjög ánæðir með að fá þær. Það er mjög gott að nota verkefni sem eru á landsvísu, það styrkir okkur," sagði Hera.
Í bréfi frá Félags- og fjölskyldusviði kemur fram að Geðorðin 10 byggjast á niðurstöðum rannsókna á því hvað einkennir fólk sem býr við velgengni og vellíðan í lífinu. Veggspjöldum með Geðorðunum 10 hefur nú þegar verið dreift á margar stofnanir um land allt og stefnt er að því að þau verði sýnileg á sem flestum stöðum þar sem fólk á leið um.
Af vefnum suðurland.is
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.