Í framhaldi af því verður fræst á Kirkjuvegi frá Ráðhúströð að Vallargötu og á Heiðarvegi frá Hásteinsvegi að Bessastíg.
Strax að aflokinni fræsingu verður umferð hleypt um göturnar.
Í næstu viku er síðan áætlað að malbika þessar götur ásamt fleiri svæðum m.a. sem tilheyra framkvæmdum Ísfélagsins.
Bæjarbúar eru beðnir velvirðingar á því ónæði sem af þessu framkvæmdum fylgir og eru beðnir að taka tillit til þeirra sem verkin vinna.
Þá er mjög áríðandi að bifreiðum sé ekki lagt í bifreiðastæði umræddra gatnahluta, meðan fræsing fer fram.