Fara í efni
15.05.2014 Fréttir

Garðsláttur fyrir eftirlaunaþega og öryrkja sem ekki geta sinnt garðslætti án aðstoðar.

Sú breyting verður í ár að í stað þess að Vestmannaeyjabær bjóði upp á garðslátt þá er eftirlaunaþegum og öryrkjum sem ekki geta sinnt garðslætti án aðstoðar, boðið að velja sinn eigin þjónustuaðila og Vestmannaeyjabær niðurgreiðir kostnaðinn.

Deildu
Vestmannaeyjabær hefur boðið eftirlaunaþegum og öryrkjum sem ekki geta sinnt garðslætti án aðstoðar að fá garða sína slegna gjaldfrjálst þrisvar sinnum yfir sumarið.

Sú breyting verður í ár að í stað þess að Vestmannaeyjabær bjóði upp á garðslátt þá er eftirlaunaþegum og öryrkjum boðið að velja sinn eigin þjónustuaðila og Vestmannaeyjabær niðurgreiðir kostnaðinn.

Það skal áréttað að niðurgreiddur garðsláttur er einungis veittur þeim eftirlaunaþegum og öryrkjum sem ekki geta sinnt garðslættinum sjálfir. Alla jafna er boðið upp á slíka þjónustu þar sem allir fullorðnir heimilismenn eru lífeyrirsþegar en annars ekki. Réttur til þjónustunnar miðast við garða þeirra húsa þar sem umsækjandi hefur fasta búsetu. Lóðir við fjöleignahús tilheyra ekki þessari þjónustu nema að allir íbúar þess séu lífeyrirsþegar og falla undir ofangreindar forsendur.

Eftirlaunaþegar og öryrkjar í Vestmannaeyjum sem uppfylla ofangreind skilyrði fá sem fyrr garðsláttinn niðurgreiddan. Hámark niðurgreiðsla fyrir sumarið er allt að kr. 15.000 á lóð. Framvísa þarf gildum kvittunum og nauðsynlegum upplýsingum í þjónustuveri Ráðhúss.