Gæsluvöllurinn er ætlaður börnum á aldrinum 20 mánaða til 6 ára en þar geta þau leikið sér með öðrum börnum í öruggu umhverfi. Börnin borða nesti um miðjan daginn sem þau koma með sjálf. Daggjald á gæsluvöllinn er kr. 400 en hægt er að kaupa kort sem dugir í 10 skipti. Slíkt kort kostar 3.000 kr.
Nokkur mikilvæg atriði fyrir foreldra
Mikilvægt er að góð samvinna takist með foreldrum og starfsfólki á leikvellinum. Því er lögð áhersla á að foreldri eða aðrir nákomnir dvelji með barninu fyrstu dagana.
Eðlilegast er að fara hægt af stað og takmarka dvalartíma barnsins fyrst um sinn.
Skylt er að fylgja börnunum milli leikvallar og heimilis og sækja þau fyrir kl. 16:00.
Starfsfólk ákveður í samráði við foreldra hversu lengi barnið dvelur hverju sinni.
Foreldrum eða aðstandendum barna ber að skilja eftir símanúmer þar sem hægt er
að ná í viðkomandi meðan á dvöl barnsins stendur.
Hafið barnið búið eftir veðri er það sækir leikvöllinn.
Gæsluvöllurinn er ekki hugsaður sem dagvistunarúrræði eða staðgengill leikskóla.
Heimilisfang:
Gæsluvöllurinn við Miðstræti, 900 Vestmannaeyjum
Sími:
841-1133
Opnunartímar: Júní til ágúst, mánudaga – föstudaga kl. 13:00 – 16:00
Forstöðumaður gæsluvallar sumarið 2009 er Hulda Sæland