Vestmannaeyjabær greiðir hverja nemendamáltíð niður um 60 krónur þannig að forráðamenn þurfa aðeins að greiða 390 krónur fyrir máltíðina. Einar Björn matreiðslumaður kom á staðinn og fylgdist með hvernig gekk að afgreiða matinn. Hann segist hafa orðið var við mikla ánægju forráðamanna og nemenda með matseðilinn, en Einar Björn sér um að elda máltíðir fjóra daga vikunnar. Þrisvar í viku er boðið upp á kjöt eða fisk og einu sinni máltíð þar sem grautar og súpur eru á boðstólum. Matseðillinn er látinn rúlla þannig að maturinn er fjölbreyttur og hollustan er höfð í fyrirrúmi. Hægt er að skoða matseðla fyrir septmbermánuð á heimasíðu Grunnskóla Vestmannaeyja.
F. h. fjölskyldu- og fræðslusviðs
Erna Jóhannesdóttir
Fræðslufulltrúi