Fara í efni
01.06.2005 Fréttir

Fyrirlestur um fíkniefnavarnir

?Hjálpaðu barninu þínu að hætta áður en það byrjar" Mánudaginn 30. maí sl. var boðið upp á fræðslufund fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í Vestmannaeyjum um skaðsemi fíkniefna og hvað við getum gert til að sporna við fíkniefn
Deildu

?Hjálpaðu barninu þínu að hætta áður en það byrjar"

Mánudaginn 30. maí sl. var boðið upp á fræðslufund fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í Vestmannaeyjum um skaðsemi fíkniefna og hvað við getum gert til að sporna við fíkniefnaneyslu unglinga. Fræðslan var á vegum lögreglunnar, félagsþjónustunnar og Maríta/Samhjálp. Á fundinn kom Magnús Stefánsson forvarnarfulltrúi, Eva Sveinsdóttir frá lögreglunni og Jón Pétursson sálfræðingur frá Félags- og fjölskyldusviði.

Boðið var upp á fræðsluefnið ?Hættu áður en þú byrjar" sem hannað er fyrir nemendur í 9. og 10. bekk og foreldra þeirra. Magús skýrði frá reynslu sinni og sögu. Sýnd var íslensk Maritamynd um raunveruleikann í heimi fíkniefnaneytenda hár á landi. Magnús fór yfir skaðsemi vímuefna og afleiðingar neyslu á lifandi og eftirminnanlegan hátt . Eva ræddi m.a. um sakhæfisaldur, kynnti feril lögreglumála og sakaskrá og ræddi útivistartíma barna.

Um kvöldið var boðið upp á sömu fræðslu til foreldra m.a. í þeim tilgangi að skapa umræðugrundvöll fyrir foreldra og börn að ræða þetta efni. Til viðbótar var Jón með kynningu á stöðu vímuefnaneyslu í Vestmannaeyjum, kynnti þá forvarnarvinnu sem félagsþjónustan hefur verið með í gangi frá 1990 og ræddi um mikilvægi fjölskyldunnar og stuðning foreldra við unglinginn.

Virkar umræður fóru fram á fundunum, bæði hjá unglingum og foreldrum þeirra. Það er samdóma álit þeirra sem tóku þátt í fræðslunni að hún væri bæði gagnleg og nauðsynleg. Stefnt er að því að bjóða upp á þessa fræðslu árlega og þá fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og foreldra þeirra.

Áhyggjuefni er sú litla þátttaka foreldra sem var á kvöldfundinum. Einungis um 16% foreldra tók þátt í fundinum.

Félags- og fjölskyldusvið

Fræðslu- og menningarsvið