Fara í efni
08.02.2021 Fréttir

Fyrirkomulag íbúafundar 9. febrúar

Þann 9. febrúar n.k. verður haldinn Íbúafundur þar sem niðurstöður þjónustukönnunar Gallup verða kynntar.

Deildu

Fundurinn verður haldinn með fjarfundarbúnaði Zoom og er öllum íbúum Vestmannaeyja heimil þátttaka á fundinum.

Til þess að taka þátt þá þarf að sækja Zoom hugbúnaðinn, en nálgast má hann á slóðinni:

https://zoom.us/download

Til að tryggja gott aðgengi að fundinum þá eru þátttakendur beðnir um að koma sér upp hugbúnaðinum í tíma og útbúa aðgang að Zoom (Sign up)

Tilvísnu (linkur) á fundinn verður settur á vef Vestmannaeyjabæjar (vestmannaeyjar.is) í fyrramálið.

Einnig verður hægt að fylgjast með kynningu á niðurstöðum þjónustukönnun Gallup á YouTube (youtube.com). Ekki er hægt að taka þátt í umræðum sem eiga sér stað á sérstökum umræðuborðum eftir kynninguna í gegnum YouTube.

Dagskrá fundarins:

17:30 – 17:50 Kynning á þjónustukönnun Gallup – Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri. Bein útsending á YouTube og Zoom

17:50 – 18:25 Umræður um niðurstöður könnunarinnar og stöðu sveitarfélagsins í einstökum málaflokkum. Þeir sem að tengjast fundinum í gegnum Zoom geta valið umræðuborð og tekið þátt í umræðum. Athugið að ekki verður sent út frá umræðuborðunum.

18:25 – 18:30 Samantekt. Bein útsending á YouTube og Zoom

Þátttakendur á Zoom eru minntir á eftirfarandi:

Þegar þið tengist fundinum þá komið þið með slökkt á hljóði og mynd. Forritið stillir það þannig. Vinsamlegast hafði það þannig. Ekki er ætlast til að neinn sé í mynd eða með kveikt á hljóðnema, nema sá sem fer með kynninguna.

Útsendingarstjóri hefur heimild til að slökkva á hljóði og mynd þeirra sem ekki virða þessi tilmæli.

Þegar kemur að því að umræðuherbergin verði opnuð (e. Break out rooms) þá birtast kassar vinstra megin efst í glugganum í Zoom þar sem að þið getið valið ykkur umræðuherbergi.

Hægt er að velja herbergi eftir áhugasviði, en athugið að það er ekki hægt að fara á milli umræðuherbergja. Umræðutími er áætlaður 35 mínútur. Í umræðuherbergjunum er ætlast til að þáttakendur séu í mynd, sé þess kostur og kveikt á hljóðnema.

Að loknum umræðum færast þáttakendur sjálfkrafa aftur inn í aðallrýmið þar sem bæjarstjóri flytur stutta samantekt og slítur fundi. Þá er ætlast til þess að þáttakendur

séu hvorki í mynd né með kveikt á hljóðnema. Þessi hluti verður einnig sendur út beint á YouTube.

Hægt er að senda fyrirspurnir á ráðin í gegnum póstföng ráðanna:

Bæjarráð: baejarrad@vestmannaeyjar.is

Fræðsluráð: fraedslurad@vestmannaeyjar.is

Fjölskyldu- og tómstundaráð: fjolskyldu_og_tomstundarad@vestmannaeyjar.is

Umhverfis- og skipulagsráð: umhverfis_og_skipulagsrad@vestmannaeyjar.is

Framkvæmda- og hafnarráð: framkvaemda_og_hafnarrad@vestmannaeyjar.is