Fara í efni
12.12.2005 Fréttir

Fyrirhuguð fjárfesting bæjarins í framleiðslu- og/eða nýsköpunarfyrirtækjum.

Með vísan til samþykktar bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 22. september sl. hyggst Vestmannaeyjabær fjárfesta fyrir allt að 10 milljónum króna í framleiðslu- og/eða nýsköpunarfyrirtækjum í Vestmannaeyjum á árinu 2006.
Deildu

Með vísan til samþykktar bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 22. september sl. hyggst Vestmannaeyjabær fjárfesta fyrir allt að 10 milljónum króna í framleiðslu- og/eða nýsköpunarfyrirtækjum í Vestmannaeyjum á árinu 2006.

Ætlunin er að efla atvinnulíf í Vestmannaeyjum með beinni aðkomu Vestmannaeyjabæjar að áhugaverðum verkefnum sem gætu fjölgað störfum í Vestmannaeyjum. Af þessum sökum leitar Vestmannaeyjabær eftir samstarfi við einstaklinga og/eða fyrirtæki vegna aðkomu bæjarins að stofnun og/eða rekstri framleiðslu- og/eða nýsköpunarfyrirtækja.

Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

a. Starfsemi og framleiðsla umsækjenda þarf að vera staðsett í Vestmannaeyjum.

b. Umsækjendur verða að geta sýnt fram á starfsgrundvöll byggðan á traustri viðskiptahugmynd og leggja fram greinargóða rekstraráætlun henni til stuðnings.

c. Starfsemin og/eða framleiðslan þarf að rúmast innan Vaxtasamnings Suðurlands.

Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skilað til Vestmannaeyjabæjar fyrir 31. desember nk. Úthlutunarnefnd, sbr. ákvörðun bæjarráðs frá 28. nóvember sl., mun að umsóknartíma loknum meta umsóknirnar út frá ofangreindum skilyrðum og í framhaldinu verður gengið til viðræðna um aðkomu bæjarins að völdum verkefnum.

Nánari upplýsingar veitir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæja