Bæjarstjóri Vestmannaeyja boðar til fundar um stöðuna og viðbragðsáætlun á komandi mánuðum. Framundan er ferðasumarið og stórmótin og því að mörgu að huga.
Hagsmunaaðilar frá viðburðastjórnum, ÍBV, GV og ferðaþjónustunnar fara yfir málið og skipuleggja aðgerðir.
Allir þeir sem málið varða eru hvattir til að mæta.