Fara í efni
11.05.2006 Fréttir

Fundur í Bæjarstjórn Vestmannaeyja, fimmtudaginn 11. maí kl. 18.00

Bæjarstjórn Vestmannaeyja 1375. fundur Bæjarstjórnarfundur. Fundur verður haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja, fimmtudaginn 11. maí 2006, kl. 18:00 í sal Lis
Deildu

Bæjarstjórn Vestmannaeyja 1375. fundur

Bæjarstjórnarfundur. Fundur verður haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja, fimmtudaginn 11. maí 2006, kl. 18:00 í sal Listaskólans við Vesturveg. Dagskrá :

1. Tillögur og mál til umræðu og afgreiðslu.

a. Að beiðni Lúðvík Bergvinssonar var rætt um stöðu áætlunarflugs milli lands og Eyja.

b. Fyrir lá tillaga og greinargerð frá Bergi Elíasi Ágústssyni, bæjarstjóra vegna knattspyrnuhúss.

c. Fyrir var tekið 1. mál frá fundi bæjarstjórnar þann 26. apríl sl., vegna starfsloka Inga Sigurðssonar hjá Vestmannaeyjabæ.

d. Tilnefning tveggja fulltrúa í ráðgjafanefnd fyrir friðlandið í Surtsey.

Samanber 4. gr. auglýsingar um friðlandið í Surtsey, skal Vestmannaeyjabær tilnefna tvo fulltrúa í ráðgjafanefnd sem skal vera Umhverfisstofnun til ráðgjafar um málefni friðlandsins. En sex fulltrúar sitja í nefndinni og er hún skipuð til fjögurra ára í senn.

2. Mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna.

Bæjarfulltrúar geta óskað eftir því við forseta bæjarstjórnar að einstök mál neðangreinda fundargerða verði tekin til umfjöllunar og/eða afgreiðslu fundarins.

a) Fundargerð Skólamálaráðs nr. 169 frá 25. apríl sl.

- Liðir 1, 3, 5, 7, 9 og 11 liggja til staðfestingar.

- Liðir 2, 4, 6, 8 og 10 liggja fyrir til kynningar.

b) Fundargerð Hafnarstjórnar frá 26. apríl sl.

- Liðir 2 og 3 liggja fyrir til staðfestingar.

- Liðir 1, 4 og 5 liggja fyrir til kynningar.

c) Fundargerð Fjölskylduráðs frá 3. maí sl.

- Liðir 1 til 6, 8 til 11, 13, 14 og 16 liggja fyrir til staðfestingar.

- Liðir 7, 12, 15 og 17 til 21 liggja fyrir til kynningar.

d) Fundargerð Bæjarráðs, nr. 2790 frá 3. maí sl.

- Liðir 2 og 4 til 6 liggja fyrir til staðfestingar.

- Liðir 1 og 3 liggja fyrir til kynningar.

e) Fundargerð Bæjarráðs, nr. 2791 frá 9. maí sl.

- Liðir 1 til 5, 8 og 8 liggja fyrir til staðfestingar.

- Liðir 6, 7 og 10 liggja fyrir til kynningar.

f) Fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs, nr. 42 frá 9. maí sl.

- Liðir 1 til 7 liggja fyrir til staðfestingar.

g) Fundargerð Skólamálaráðs, nr. 170 frá 9. maí sl.

- Liðir 1, 2, 5 til 7, 9, 10, 12, 13, 16 og 17 liggja fyrir til staðfestingar.

- Liðir 3, 4, 8, 11, 14 og 15 liggja fyrir til kynningar.

h) Fundargerð Menningar- og tómstundaráðs frá 10. maí sl.

- Fundargerðin liggur fyrir til staðfestingar.

i) Fundargerð Stjórnar lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar, frá 10. maí sl.

- Fundargerðin liggur fyrir til staðfestingar.

j) Fyrir lágu tveir dagskráliðir úr fundargerðum Umhverfis- og skipulagsráðs, þar sem bæjarstjórn samþykkti að fresta úthlutun ræktunarlanda svo hægt yrði að auglýsa fyrirhugaða úthlutun með skýrum hætti.

- Fyrir lá til samþykktar 1. liður fundargerðar Umhverfis- og skipulagsráðs nr. 37, frá 8. febrúar sl., sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 23. febrúar sl.

- Fyrir lá til samþykktar 1. liður fundargerðar Umhverfis- og skipulagsráðs nr. 38, frá 22. febrúar sl., sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 22. mars sl.

3. Mál. Breytingar á samþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, nr. 630/2004.

- Seinni umræða -

Vísað er til meðfylgjandi tillagna um breytingar á milli fyrri og síðari umræðu.

4. Mál. Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og stofnana, fyrir árið 2005.

- Seinni umræða -

Ársreikningum var dreift til bæjarfulltrúa á síðasta fundi bæjarstjórnar, en engar breytingar hafa verið gerðar milli fyrri og síðari umræðu.

10. maí 2006

Bergur Elías Ágústsson ,

Bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.