Landssamtökin Þroskahjálp, Ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll og Átak, félag fólks með þroskahömlun munu kynna starfsemi sína á fundi sem Þroskahjálp í Vestmannaeyjum hefur boðað til laugardaginn 29. apríl kl. 14.00.
Fundurinn verður haldinn í sal Barnaskólans.
Gestir fundarins:
- Friðrik Sigurðsson,framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar
- Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvarinnar Sjónarhóls og Hrefna Haraldsdóttir, ráðgjafi.
- Ína Valsdóttir, formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun
Dagskrá fundarins er eftirfarandi
- Starf og stefna Landssamtakanna Þroskahjálpar: Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri samtakanna
- Kynning á starfsemi Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Ína Valsdóttir formaður
- Kynning á starfsemi Ráðgjafarmiðstöðvarinnar Sjónarhóls : Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri og Hrefna Haraldsdóttir.ráðgjafi
- Umræður og fyrirspurnir
- Kaffiveitingar
- Framtíðarstarf Þroskahjálpar í Vestmannaeyjum
Biðjum við ykkur að nýta þetta einstaka tækifæri og fjölmenna á fundinn.
ATH. Fundurinn er háður flugi í hádeginu á laugardeginum.
f.h. Félags- og fjölskyldusviðs, Hanna Björnsdóttir, deildarstjóri