Fara í efni
08.01.2008 Fréttir

Frumkvöðull Icelandair árið 2007

Deildu

Verkefnið Pompei Norðursins hefur hlotið viðurkenningu sem frumkvöðull Icelandair árið 2007.
Verkefnið uppfyllti öll skilyrði sem frumkvöðull Icelandair. Það er frumlegt og óvenjulegt þar sem ferðamenn taka þátt í að grafa upp rústir og jafnframt mjög táknrænt fyrir sögu staðarins.

"Icelandair er alltaf að leita að verkefnum til að styðja með þeim tilgangi að byggja upp ferðaþjónustu," sagði Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Icelandair, þegar viðurkenningin var afhent Vestmannaeyjabæ. ?Peningaverðlaunin eru sýnileg og táknræn en við hjá Icelandair teljum að markaðsetningin sé miklu meira virði. Markaðssetningin getur verðið miljóna virði, þó svo að aldrei sé hægt að segja til um fyrirfram hverju hún skilar."

Viðurkenningunni fylgir eftirfarandi:

Peningaverðlaun að upphæð 500.000 ISK sem notast skulu til uppbyggingar á verkefninu.
10 farseðla á leiðum Icelandair til að kynna vöruna hjá söluaðilum erlendis.
Pompei Norðursins verður markaðssett í kynningarefni Icelandair á árinu 2008 sem frumkvöðlaverkefni Icelandair árið 2007.
Vinningshafi hefur kost á að kynna verkefnið um borð í sjónvarpskerfi Icelandair á öllum leiðum félagsins á 4 mánaðar tímabili á árinu 2008.

Við óskum Vestmannaeyjabæ til hamingju með frábært og einstakt frumkvæði og er von okkar að þessi hvatning verði til þess að hjálpa Pompei Norðursins til að verða meðal þekktustu og best sóttu ferðamannastöðum Íslands.