Fara í efni
13.08.2012 Fréttir

Frístundaver skólaárið 2012-2013

 
Forráðamenn barna í 1. - 5. bekk geta sótt um vist fyrir börn sín í lengdri viðveru eftir að hefðbundnum skólatíma lýkur á daginn.
Deildu
Fötluð börn og börn í 1. bekk hafa forgang. Forráðamenn fatlaðra barna í 6. – 10. bekk geta sótt um sértæk úrræði fyrir börn sín. ATH. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst fyrir alla, hvort sem um forgang er að ræða eða ekki. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eða í þjónustuveri Ráðhúss þar sem þeim skal skilað.
 
Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyja