Fara í efni
15.08.2011 Fréttir

Frístundaver - lengd viðvera í Þórsheimilinu

 
 
Foreldrum barna í 1. - 5. bekk gefst kostur á að hafa börn sín í lengdri viðveru eftir hefðbundinn skólatíma á tímabilinu kl. 12.30 – 16.30. Fötluð börn og börn í 1. bekk eru í forgangi. Forráðamenn fatlaðra barna í 6. – 10. bekk geta sótt um sértækt úrræði fyrir börn sín þar sem áhersla verður lögð á einstaklingsmiðuð úrræði.
 
 
Deildu
Greitt er mánaðargjald fyrir þessa þjónustu auk kostnaðar vegna síðdegishressingar.
Sjá vistunargjald frístundavers í gjaldskrá á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar þar sem einnig er hægt að nálgast eyðublöð fyrir umsóknnir og staðfestingar á greiðslufyrirkomulagi. Umsóknum skal skila í Þjónustuver Ráðhússins.
 
 
Yfirumsjónarmaður:
Guðfinna Björk Ágústsdóttir
Heimilisfang:
Þórsheimilinu við Hamarsveg
900 Vestmannaeyjar
Sími:
4812964