Markmið frístundastyrksins er:
· að styrkja 6 til 16 ára börn í Vestmannaeyjum til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag
· að ýta undir aukna hreyfingu og félagsþátttöku 6 til 16 ára barna
· að vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda
· auka virkni í frístundartíma barna
Frístundastyrkur:
· Frístundastyrkurinn er kr. 25.000,- fyrir einstakling á aldrinum 6 til 16 ára.
· Frístundastyrkurinn er fyrir börn með lögheimili í Vestmannaeyjum.
· Frístundastyrk er úthlutað til foreldra/forráðamanna vegna greiddra þátttökugjalda hjá þeim félögum/fyrirtækjum/stofnunum sem hafa gildan samstarfssamning hjá Vestmannaeyjabæ. Lista yfir samstarfsaðila hverju sinni má sjá á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.
· Gert er ráð fyrir að tímabil hverrar styrkveitingar sé almanaksárið og yrði því styrkurinn til ráðstöfunar frá og með 1. janúar ár hvert.
· Réttur til frístundastyrks fyrir hvert ár fellur niður í árslok. Ónýttir frístundastyrkir geymast ekki milli ára.
· Hægt er að skipta frístundastyrknum niður á fleiri en eina tómstundaiðju en ekki þarf að ráðstafa öllum frístundastyrknum í einu.
· Frístundastyrkur er einungis greiddur út vegna námskeiða sem standa yfir í a.m.k. 6 vikur samfellt.
· Frístundastyrkurinn gildir ekki sem greiðsla fyrir aðbúnað, ferðalög eða annan tilfallandi kostnað vegna keppni eða þjálfunar.
Framkvæmd frístundastyrks
Um er að ræða beingreiðslur til foreldra/forráðamanna barns. Úthlutun frístundastyrkja fer fram í gegnum Vestmannaeyjabæ.
Foreldri/forráðamaður greiðir þátttökugjöld í nafni barns síns til samstarfsaðila Vestmannaeyjabæjar og framvísar frumriti kvittunar ásamt umsóknareyðublaði til skrifstofu Vestmannaeyjabæjar.
Á kvittun skal koma fram:
· Nafn og kennitala barns
· Tímabil og heiti námskeiðs
· Nafn samstarfsaðila
· Heildarupphæð greiðslu fyrir námskeið
· Dagsetning greiðslu
· Undirskrift fulltrúa samstarfsaðila
· Stimpill samstarfsaðila
Að jafnaði eru styrkir greiddir til foreldra/forráðamanna fyrsta virka dag næsta mánaðar
Greiðslur vegna námskeiða hjá nýjum samstarfsaðilum Vestmannaeyjabæjar eru styrktækar í allt að 1 mánuð fyrir samþykki Fjölskyldu- og fræðslusviðs um nýja samstarfsaðilan. Viðkomandi námskeið þarf þó að vera innan almanaksársins.
fh. Fjölskyldu- og fræðslusviðs
Jón Pétursson