Við viljum hvetja alla þá sem ekki hafa nýtt sér frístundarstyrkinn fyrir árið 2020 að gera það hið fyrsta en síðasti séns til þess að sækja um hann er til 31. desember 2020.
Vestmannaeyjabær styrkir tómstundaiðkun allra barna á aldrinum 2 – 18 ára.
Börnin þurfa að hafa lögheimili í Vestmannaeyjum.
Markmiðið og tilgangur frístundastyrksins er að;
a) Styrkja börn á umræddum aldri til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag.
b) Ýta undir aukna hreyfingu og félagsþátttöku barna.
c) Vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópi iðkenda.
d) Auka virkni í frístundatíma barna.
Frístundastyrkurinn er 35.000 kr fyrir einstakling á aldrinum 2 – 18 ára og er úthlutaður til foreldra/forráðamanna sem greiða þátttökugjald hjá þeim félögum/fyrirtækjum/stofnunum sem hafa gildan samstarfssamning hjá Vestmannaeyjabæ.
Nánari upplýsingar veitir Erna Georgsdóttir ernag@vestmannaeyjar.is
Samstarfsaðilar vegna frístundastyrks eru:
-
Tónlistarskóli Vestmannaeyja (hafa þarf samband við ernag@vestmannaeyjar.is)
-
Hressó – skipulögð unglinganámskeið (hafa þarf samband við ernag@vestmannaeyjar.is )
