Við eigum hollvinasamtökum Hraunbúða mikið að þakka en þau eru okkur ómetanlegir bakhjarlar. Þau í samstarfi við Hafdísi Kristjáns bjóða upp á jógatíma einu sinni í viku. Þau komu síðan inn í félagsstarfið s.l laugardag og héldu páskaeggjabingó við mikinn fögnuð. Við sendum þeim kærar þakkir fyrir það ásamt litlu vinum okkar á leikskólanum sem komu í heimsókn í s.l viku og öllum öðrum sem gefa tilbreytingu í dagana okkar.
-Starfsfólk Hraunbúða-
23.03.2021
Fréttir af Hraunbúðum
Fréttir frá nýliðinni viku
