Fara í efni
01.07.2009 Fréttir

Fréttatilkynning - Goslokahátíð í Vestmannaeyjum 2009

Kæru Eyjamenn og gestir - velkomin á Goslokahátíð 2009 !!
 
Í ár eru 36 ár frá gosi, miklu hefur verið kostað og vandað til, því það er vilji okkar að haldin sé vegleg Goslokahátíð ár hvert, þó stórafmælin verði eftir sem áður veigameiri.
Deildu
Eins og ávallt heldur Vetmannaeyjabær hátíðina öllum að kostnaðarlausu. Á því verður ekki gerð breyting.
Sú nýbreytni er þó í ár að Goslokanefndin selur merki hátíðarinnar til að standa staum að hluta þess kostnaðar sem til fellur.
 
Hvetjum alla til þess að kaupa og bera merkin, og styrkja þar með hátíðina.
 
 
Við viljum svo eindregið hvetja bæjarbúa til að skreyta hús sín og nánasta umhverfi með litum hátíðarinnar. Ímyndunaraflinu eru engin takmörk sett. Nýtum allt sem við höfum.
 
Vesturbær til og með Illugagötu, appelsínugulur og svart
 
Frá Illugagötu að Kirkjuvegi og miðbærinn, gult og svart
 
Austurbær austan Kirkjuvegar, rautt og svart
 
Minnum einnig á að fimleikafélagið Rán selur veifur með merki Goslokahátíðar.
 
Merki hátíðarinnar kosta kr. 1.000.- takið vel á móti sölubörnum.
Einnig verða merkin seld í upplýsingamiðstöðinni í safnahúsi og á kvöldskemmtuninni í Höllinni á föstudagskvöld.
 
Goslokahátíðin hefur alltaf verið öllum til gleði og ánægju - gætum þess að svo verði áfram!
 
 Óskum öllum góðrar skemmtunar !
 
Helga Björk Ólafsdóttir 
Kristín Jóhannsdóttir