Hefð hefur skapast síðastliðna áratugi að afhenta Fréttapýramídana við hátíðlega athöfn í byrjun ár hvert.
Í ár hlutu þeir Magnús Birgir Guðjónsson eða Biggi Gauja eins og margir þekkja hann fyrir störf sín í þágu íþróttamála í Vestmannaeyjum og Páll Zhóphóníasson fyrir að vera Eyjamaður ársins 2022 ekki síst vegna þess að nú eru rétt 50 ár frá Heimaeyjargosinu. Einnig hlaut verkefnið Kveikjum neistann viðurkenningu fyrir framtak ársins 2022. En það er Grunnskóli Vestmannaeyja sem sér um framkvæmd verkefnisins. Getum við ekki annað en verið stolt af verkefninu og GRV.
Vestmannaeyjabær vill óska þeim öllum til hamingju og fyrir vel unnin störf í þágu Vestmannaeyja.
