Fara í efni
06.09.2018 Fréttir

Framtíðarstarf í málefnum fatlaðra barna

Stuðningsfjölskylda
Deildu
Óskað er eftir fjölskyldu, einstaklingi eða pari til að taka að sér börn með fötlun. Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að veita barni tímabundna umsjá í þeim tilgangi að létta álagi af foreldrum. Tilgangurinn er einnig að veita börnunum með fötlun tækifæri til að fá nýja reynslu til aukins þroska.  Dvöl hjá stuðningsfjölskyldu er samningsbundin til ákveðins tíma og um verktakagreiðslur er að ræða fyrir 3 sólarhringa á mánuði. Umsóknateyðublað um starfið liggur frammi hjá Þjónustuveri félagsþjónustunnar Rauðagerði. Einnig er hægt að hafa samband beint við Sigurlaugu vegna umsóknar eða til að frá frekari upplýsingar.

Sigurlaug þroskaþjálfi s: 488-2000

sigurlaug@vestmannaeyjar.is