Fara í efni
13.06.2007 Fréttir

Framtíðar- og sumarstörf í málefnum fatlaðra

Liðveisla:
Deildu

Liðveisla:
Óskum eftir liðveitendum í sumar. Um er að ræða 50-100% hlutastörf með börnum og unglingum, sem felur í sér persónulegan stuðning og aðstoð til að taka þátt í daglegu lífi, vinnuskóla og félags- og tómstundastarfi.

Störf til lengri tíma:
Leitum einnig að fólki í félagslega og frekari liðveislu til lengri tíma. Í boði eru hlutastörf (10-15%) með börnum og fullorðnum og er vinnutíminn seinnipart dags, á kvöldin og/eða um helgar. Þessi störf eru tilvalin fyrir framhaldsskólanema og fólk sem vill aukavinnu með föstu dagvinnustarfi.

Hafið samband og kynnið ykkur þessi fjölbreyttu og gefandi störf.

Stuðningsfjölskyldur

Óskar eftir að ráða tvær stuðningsfjölskyldur fyrir börn með fötlun. Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka barn eða börn í umsjá sína í skamman tíma að meðaltali eina helgi í mánuði í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu þess.

Umsóknareyðublöð fyrir ofangreind störf liggja frammi í Þjónustuveri Ráðhússins. Umsóknarfrestur er til 19. júní. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Laun fyrir störf stuðningsfulltrúa eru skv. kjarasamningi Starfsmannafélags ríkisstofnana (SFR) og fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs. Laun vegna félagslegrar liðveislu eru skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar (STAVEY) og launanefndar sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 488-2000 og hanna@vestmannaeyjar.is