Deiliskipulagstillaga, íþrótta- og útivistarsvæði við Hástein.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyja tilkynnir að athugasemdafrestur vegna auglýsingar er birtist í Lögbirtingarblaði þann 7. apríl s.l. af deiliskipulagi fyrir íþrótta- og útivistarsvæði við Hástein hefur verið framlengdur til 19. júní n.k.
Tillagan verður til sýnis í safnahúsi Ráðshúströð, hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir/ábendingar við tillöguna sem skulu hafa borist umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar Tangagötu 1, eigi síðar 19. júní 2006. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni.
Vestmannaeyjum, 3. maí 2006.
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar