Smiðir frá Steina og Olla ehf eru að leggja lokahönd á hurðar og annan lokafrágang. Ljóst er að þetta mikla mannvirki á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir íþróttalíf í Vestmannaeyjum, ekki síst fyrir frjálsr íþróttir sem hafa búið við slaka aðstöðu á malarvellinum síðustu ár.
13.12.2010
Framkvæmdum að ljúka við fjölnota íþróttahús
Senn fer framkvæmdum að ljúka við fjölnota íþróttahús og er stefnt að því að vígsla hússins fari fram á Þrettándanum. Nú er verið að bera sand á knattspyrnuvöllinn og fara 40 tonn af sandi í þetta verk. Búið er að setja tartan á hlaupabrautir og stökksvæði og á einungis eftir að strika brautirnar.