Umhverfisráðuneytið og Landvernd hafa gefið út fræðsluritið Skref fyrir skref. Ritinu er ætlað að vera leiðarvísir að því sem hvert og eitt okkar getur gert til að skapa vistvænni heim og heilsusamlegra umhverfi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skrifar í ritið að stjórnvöldum beri skylda til þess að fræða fólk um hvernig það getur breytt eigin háttum til vistvænni lífsstíls. Ritinu sé ætlað einmitt slíkt hlutverk, að leiðbeina fólki frá vilja til verks.
Hér má nálgast Skref fyrir skref á pdf formi.
Af vef Umhverfisráðuneytisins, http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/Ymislegt_forsida/nr/1040