Fara í efni
14.03.2018 Fréttir

Fræðslufundur fyrir foreldra unglinga að 18 ára aldri

Framhaldsskóla Vestmannaeyja, mánudaginn 19. mars kl. 20-22 
Deildu
 Heimili og skóli og Rannsóknir og greining bjóða upp á fræðslu fyrir foreldra barna í 8.-10. bekk og fyrstu bekkjum framhaldsskóla.

Rannsóknir hafa sýnt að stuðningur og viðhorf foreldra skipta gríðarlegu máli þegar kemur að námsárangri, líðan og forvörnum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu.

Lýðheilsusjóður og Velferðarsjóður styrkja verkefnið.

DAGSKRÁ:

Hvernig líður börnunum okkar?

Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu  og kennari á íþróttafræðisviði Háskólans í Reykjavík fjallar um niðurstöður rannsókna meðal barna og unglinga í ykkar sveitarfélagi.

Kaffihlé

Foreldrar eru bestir í forvörnum

Bryndís Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla fjallar um mikilvægi foreldra í forvörnum og 18 ára ábyrgð.