Fara í efni
05.04.2005 Fréttir

Fræðslufundir um ofvirkni og athyglisbrest í Barnaskólanum.

Ragna Freyja Karlsdóttir, ráðgjafi og sérkennari  heldur erindi um málefni nemenda með ofvirkni og athyglisbrest fyrir aðstandendur og alla starfsmenn beggja grunnskólanna.
Deildu

Ragna Freyja Karlsdóttir, ráðgjafi og sérkennari  heldur erindi um málefni nemenda með ofvirkni og athyglisbrest fyrir aðstandendur og alla starfsmenn beggja grunnskólanna.

  • Fyrir aðstandendur nemenda með ofvirkni og athyglisbrest. Fimmtudaginn 7. apríl kl. 17.30-18.30  staður: Barnaskólinn.
  • Fyrir alla starfsmenn grunnskólanna. Fimmtudaginn 7. apríl kl. 14.30-15.30 staður: Barnaskólinn.

Fimmtudaginn 7. apríl mun Ragna Freyja Karlsdóttir halda erindi um málefni nemenda með ofvirkni og athyglisbrest. Ragna Freyja er að góðu kunn fyrir störf sín í þágu ungmenna með ofvirkni og athyglisbrest.  Hún  er sérkennari að mennt  og hefur starfað sem slíkur auk þess sem hún  hefur rekið eigin ráðgjafar- og sérkennslustofu í Reykjavík. 

Árið 2001 kom  út bók um ofvirkni sem Ragna Freyja   skrifaði fyrir kennara og foreldra.  Bókin varð til meðfram og í framhaldi af fyrirlestrum og leiðbeiningum á námskeiðum um kennslu barna með AMO.  Hún fjallar um samskipti fullorðinna, bæði forráðamanna og kennara við þessi börn og gerð er grein fyrir heppilegum vinnubrögðum, viðmóti og viðhorfum.  Um er að ræða góðar leiðbeiningar sem auka skilning á vandamálum barna með ofvirkni og athyglisbrest.  Erindi Rögnu Freyju verður haldið Barnaskólanum.

Ragna Freyja  mun einnig  hitta starfsmenn grunnskólanna  til að fjalla um þessi mál og  gefa góð ráð  í þeim tilgangi að  auðvelda  skólastarfið og  bæta árangur og líðan nemenda og starfsmanna.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja