Fara í efni
06.10.2005 Fréttir

Fræðslufundir skólaþróunarsviðs HA í Vestmannaeyjum

Fyrirhugaðir eru 4 fræðslufundir fyrir bæjarbúa á vegum skóláþróunarsviðs HA hérna í Vestmannaeyjum. Sá fyrsti verður haldinn miðvikudaginn 12 október og annar þann 13. október í sal Hamarsskólans í Vestmannaeyjum. F
Deildu

Fyrirhugaðir eru 4 fræðslufundir fyrir bæjarbúa á vegum skóláþróunarsviðs HA hérna í Vestmannaeyjum. Sá fyrsti verður haldinn miðvikudaginn 12 október og annar þann 13. október í sal Hamarsskólans í Vestmannaeyjum. Fundirnir eru frá 20 - 21.30.

Sjá nánar hérna fyrir neðan með því að smella á nánar.

Miðvikudagur 12. október. Hamarsskóli.
Á skólinn að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi?
Fyrirlesari verður dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson deildarforseti kennaradeildar HA
Í fyrirlestrinum verður rætt um hverjar skyldur grunnskólans séu í íslensku þjóðfélagi og hvernig best er að rökstyðja þær. Síðan verður farið yfir nokkrar hugmyndir um hvernig best er að rækja þessar skyldur, hvað skólinn eigi að gera til að uppfylla þær .

Fimmtudagur 13. október. Hamarsskóli.
Unglingamenning, foreldravald, félagsstarf: Hvaða þættir skýra áfengisneysla unglinga?
Fyrirlesari verður dr. Þóroddur Bjarnason, dósent við félagsvísindadeild HA
Í fyrirlestrinum verða kynntar niðurstöður rannsókna á áfengisneyslu unglinga og þáttum sem spornað geta gegn henni. Sérstaklega verður fjallað um áhrif jafningjahópsins og möguleika foreldra og unglingastarfs til að sporna gegn þeim.

Mánudagur 17. október. Barnaskólinn.
Skólinn, foreldrar og nemendur sem samherjar
Fyrirlesari verður Ingibjörg Auðunsdóttir sérfræðingur á skólaþróunarsviði HA.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um nauðsyn þess að þróa samstarf skóla og fjölskyldna og samstarf skóla við samfélagið almennt. Rannsóknir undanfarandi áratuga sýna að þátttaka foreldra í námi og skólastarfi barna sinna hefur m.a. jákvæð áhrif á námsárangur og líðan nemenda, viðhorf þeirra til náms og skóla, auk þess styrkir hún starf skóla. Í fyrirlestrinum verður fjallað um mikilvægi samstarfs skóla, fjölskyldna og samfélags og árangursríkar samstarfsleiðir skóla og foreldrar sem nýlega hafa verið reyndar í íslenskum grunnskólum

Fimmtudagur 20. október Barnaskólinn.
Fjölbreytni í námi og kennslu
Fyrirlesari verður Guðmundur Engilbertsson, sérfræðingur á skólaþróunarsviði HA.
Markmið þeirra skólahugmynda sem ýmist eru kallaðar einstaklingsmiðað nám, fjölþrepa kennsla eða námsaðlögun eru í stórum dráttum að koma til móts við mismunandi þarfir, getu og áhuga nemenda og beita til þess fjölbreyttum kennsluaðferðum og námsumhverfi til þess að stuðla að auknum námsárangri og bættri líðan. Samhliða því að styrkja hvern námshóp sem heild er unnið að því að styrkja hvern og einn nemanda. Einnig er lögð áhersla á aukna hlutdeild nemenda í ákvörðunum um eigið nám en til þess þarf að hlúa sérstaklega að námsvitund og námstækni. Á fræðslufundinum verða þessar hugmyndir kynntar og varpað ljósi á mögulegar leiðir til að hrinda þeim í framkvæmd.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.