Fara í efni
14.10.2005 Fréttir

Fræðslufundir á vegum verkefnisstjórnar.

Deildu

Eins og fram hefur komið í blöðum og annars staðar var ákveðið að halda 4. fræðslufundi fyrir foreldra, nemendur og kennara og hinn almenna bæjarbúa varðandi skóla- og æskulýðsmál almennt. Tengist það umræðuni um skóla- og æskulýðsmálin og vinnu verkefnisstjórnar sem haldið hefur nokkra fundi og er byrjuð að viðað að sér efni í til viðbótar því sem til er varðandi mótun og skriftir nýrrar skóla- og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ.

Á fyrsta fræðslufundinum flutti dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson deildarforseti kennaradeildar HA. fyrirlestur um Hverjar eru skyldur grunnskólans? Hvað á skólinn að gera til að uppfylla þær. Framsaga hans var skemmtileg og einkar fróðleg og urðu miklar og skemmtilegar umræður á eftir þar sem menn viðruðu skoðanir sínar og spurðu fyrirlesarann nánar um efnið. Sorglega fámennt var á þessum fyrirlestri.

Þóroddur Bjarnason var svo í gær með fyrirlestur um Rannsóknir á áfengisneyslu unglinga. - Áhrif jafningjahópsins og möguleika foreldra og unglingastarfs til að sporna gegn þeim. Einkar áhugaverður fyrirlestur og kom okkur skemmtilega á óvart hver staðan virðist vera á þessum málum hérna heima miðað við landið allt. Nokkuð fleiri sóttu þennan fræðslufund en kvöldinu áður og veltir undirritaður fyrir sér ástæðu fyrir dræmri aðsókn og mætingu. Þessir tveir fyrirlesarar þykja sérstaklega færir á sínu sviði og búa yfir ótrúlegri þekkingu og reynslu af meðhöndlun þessara umræðuefna. Vona ég að menn mæti betur á þá seinni tvo sem eftir eru, þar verður komið enn frekar inn á foreldrasamstarf og skóla, námsárangur, kennsluhætti og aðferðir.

Eins og fram hefur komið hafa sorglega fáir hafa séð ástæðu til að nýta sér þessa fyrirlestra enn sem komið er. Næsti fræðslufundurinn verður á mánudaginn kemur í sal Barnaskólans og hefst kl. 20.00. Ingibjörg Auðunsdóttir sérfræðingur á skólaþróunarsviði HA verður fyrirlesari.

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.