Laus störf við Tónlistarskóla Vestmannaeyja
Tónlistarkennara vantar á næsta skólaári við Tónlistarskóla Vestmannaeyja í eftirtaldar greinar: Píanókennara í fulla stöðu, söngkennara sem einnig getur tekið að sér barnakórastarf, fiðlukennara og flautukennara í hlutastörf.
Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 481-2551 og 868-2049 og netföng tonskoli@vestmannaeyjar.is og kantor@simnet.is
Laus störf við Grunnskóla Vestmannaeyja skólaárið 2006-2007
Lausar eru 2-3 stöður grunnskólakennara á yngra- og miðstigi og 3-4 stöður á unglingastigi, stöður deildarstjóra á mið- og unglingastigi og 100% staða þroskaþjálfa.
Æskilegar kennslugreinar:
Íþróttir, myndmennt, textilmennt, tæknimennt, danska og enska.
Á unglingastigi: Stærðfræði, íslenska, enska, náttúrufræði og samfélagsfræði.
Í Grunnskóla Vestmannaeyja verða um 700 nemendur á næsta skólaári og er kennt í tveimur starfsstöðvum. Áhersla næsta vetrar varðandi endurmenntun verður á starfendarannsóknir, einstaklingsmiðað nám, samstarf og samvinnu.
Unnið hefur verið eftir Olweusaráætluninni undanfarin tvö ár og áhersla hefur verið lögð á þróun einstaklingsmiðaðs náms s.l. þrjú ár. Um þessar mundir er verið að gefa út nýja og metnaðarfulla skóla- og æskulýðsstefnu fyrir bæjarfélagið og því er afar spennandi starf framundan við að hrinda henni í framkvæmd.
Umsóknarfrestur er til 20. júní.
Nánari upplýsingar fást hjá:
Fanneyju Ásgeirsdóttur í síma 846-4797. Netfang ha040299@unak.is
Birni Elíassyni í síma 481-1944. Netfang bjorne@ismennt.is
Sigurlási Þorleifssyni í síma 481-2644. Netfang sigurlas@vestmannaeyjar.is
Laus störf við leikskóla Vestmannaeyja skólaárið 2006-2007:
Deildarstjóra vantar í leikskólana Kirkjugerði og Sóla.
Leikskólakennara vantar í leikskólana Kirkjugerði, Rauðagerði og Sóla.
Leikskólanemendur í Vestmannaeyjum eru rúmlega tvö hundruð í þremur leikskólum, Kirkjugerði, Rauðagerði og Sóla. Áhersla næsta vetur í endur- og símenntun verður lögð á TMT, SOS, skólanámskrárgerð og sjálfsmat skólanna.
Leikskólinn Rauðagerði er 3ja deilda einsetinn leikskóli, með 60 börn á aldrinum 1 árs - 5 ára. Nánari upplýsingar fást hjá leikskólastjóra, Helenu Jónsdóttur í síma 481 1097, netfang, raudag@vestmannaeyjar.is. http://raudagerdi.vestmannaeyjar.is
Leikskólinn Sóli flyst í nýtt húsnæði í nóvember 2006 og verður þá 5 deilda leikskóli. Skólinn er rekinn samkvæmt Hjallastefnunni. Nánari upplýsingar fást hjá leikskólastjóra, Júlíu Ólafsdóttur í síma 481 1928, myndsendir 481 1318, netfang, soli@vestmannaeyjar.is. http://leikskolinn.is/soli/
Leikskólinn Kirkjugerði er 4ra deilda leikskóli, með börn á aldrinum 2ja-5 ára.
Á Kirkjugerði er unnið með náttúruna og umhverfið. Nánari upplýsingar fást hjá leikskólastjóra, Öldu Gunnarsdóttur í síma 481 1098, myndsendir 481 1181, netfang: kirkjug@vestmannaeyjar.is.
Umsóknir sendist til fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyja
Ráðhúsinu 902 Vestmannaeyjum.
Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri. andres@vestmannaeyjar.is
Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi og kennsluráðgjafi. erna@vestmannaeyjar.is
Guðrún Helga Bjarnadóttir leikskólafulltrúi. ghb@vestmannaeyjar.is,