Fara í efni
18.11.2005 Fréttir

Frábært erindi Thelmu og Gerðar Kristnýjar

Í gærkvöldi mættu 50-60 manns á sal byggðasafnsins (mest konur en þó mátti sjá nokkra karla) til að hlýða á upplestur úr bók Thelmu Ásdísardóttur og Gerðar Kristnýjar;
Deildu

Í gærkvöldi mættu 50-60 manns á sal byggðasafnsins (mest konur en þó mátti sjá nokkra karla) til að hlýða á upplestur úr bók Thelmu Ásdísardóttur og Gerðar Kristnýjar; Myndin af pabba, hlýða á erindi þeirra og taka þátt í umræðum.

Frásögn þeirra var hrífandi og einstaklega áhrifamikil. Góðar umræður spunnust í kjölfarið og greinilegt að bókin hefur hreyft við mörgum. Það sem stóð upp úr eftir kvöldið var sigur konu sem hefur farið í gegnum hræðilega lífsreynslu og stendur sterk á eftir og miðlar nú öðrum af krafti sínum og orku. Sem sýnir okkur að það er alltaf von.

Við viljum hvetja alla til að kynna sér efni bókarinnar og taka þátt í virkri umræðu um ofbeldi á börnum. Því eins og Thelma sagði; það sem er ekki talað um, það virðist ekki vera til og fær þar af leiðandi að vera óáreitt.

Bestu þakkir fyrir okkur

Félags- og fjölskyldusvið Vestmannaeyja

Bókasafn Vestmannaeyja