Fara í efni
04.03.2006 Fréttir

Frá Tónlistarskólanum.

Dagur Tónlistarskóla Vestmannaeyja verður haldinn, í dag laugardaginn 4. mars, kl. 15.00. í samkomusal skólans. Að venju mun Litla-lúðrasveitin sjá um framkvæmd dagskrár auk þess að leika nokkur lög. Einnig munu aðrir nemendur og k
Deildu

Dagur Tónlistarskóla Vestmannaeyja verður haldinn, í dag laugardaginn 4. mars, kl. 15.00. í samkomusal skólans. Að venju mun Litla-lúðrasveitin sjá um framkvæmd dagskrár auk þess að leika nokkur lög. Einnig munu aðrir nemendur og kennarar skólans taka þátt. Foreldrafélag sveitarinnar stendur fyrir sölu á kaffi og kræsingum til fjáröflunar. Foreldrafélagið og kennarar vonast eftir góðri mætingu allra velunnara skólans og sveitarinnar. Verð fyrir fullorðna er kr. 1.000 á mann og kr. 500 fyrir börn.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar