Minningatónleikar um Hjálmar Guðnason 29. maí. kl. 20.00.
Síðustu tónleikar Tónlistarskólans verða fimmtudaginn 25. maí kl 15:00 og kl. 17:00. Mánudaginn 29. maí. kl. 20:00 verða sérstakir minningatónleikar um Hjálmar Guðnason í sal Hvítasunnukirkjunnar. Hjálmar var driffjöður lúðrasveitastarfs og blásarakennslu í áratugi við Tónlistarskólann, en féll skyndilega frá í lok janúar s.l. Þar koma fram Lúðarsveit Vestmannaeyja, Míní Lú og Pínu Lú, lúðrasveitir sem nú starfa innan skólans.
Stjórnendur á minnigartónleikunum verða: Stefán Sigurjónsson, Eggert Björgvinsson og Jarl Sigurgeirsson.
Skólastjóri.
Framkvæmda- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar