Deildarstjórar mæta til vinnu í sína starfsstöð þriðjudaginn 8. ágúst kl. 10:00
Kennarar og þroskaþjálfar mæta þriðjudaginn 15. ágúst kl. 10:00 í Alþýðuhúsinu. Þar byrjum við skólastarfið á að fá okkur kaffi saman og ræða komandi vetur. Kl. 13:00 er svo mæting á ný úti í skólunum þar sem eiginlegur undirbúningur skólaársins hefst með deildarfundum.
Stuðningsfulltrúar mæta til vinnu föstudaginn 18. ágúst
Grunnskóli Vestmannaeyja verður svo settur miðvikudaginn 23. ágúst. Skólasetningin verður nánar auglýst síðar.
Skólastjóri