Helstu verkefni:
- Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar.
- Rekstur og dagleg stjórnun s.s. starfsmannahald, skipulag vakta ofl.
- Gerð starfs- og fjárhagsáætlana.
- Dagleg umsjón og eftirlit með framkvæmd viðhalds mannavirkja, tækja og búnaðar Íþróttamiðstöðvarinnar og annarra íþróttamannvirkja.
- Annast innkaup til daglegs rekstrar, búnaðar og tækja.
- Annast niðurröðun æfingatíma í íþróttasali og sundlaug, undirbúa kappleiki, útleigu og aðra viðburði í húsinu.
- Náið samstarf við almenning, skólasamfélagið, íþróttafélög, stjórnendur bæjarins og aðra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Stjórnunarreynsla og þekking á rekstri
- Haldgóð þekking á málaflokknum
- Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt frumkvæði í starfi og faglegum metnaði.
- Góð tölvukunnátta.
- Góð kunnátta á íslensku máli í ræðu og riti.
- Þarf að standast hæfnispróf sundstaða, sundpróf og skyndihjálp.
- Hreint sakarvottorð.
Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga
Umsóknarfrestur er til og með 9. maí 2022
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Með umsókn skal fylgja ferilsskrá um fyrri störf og menntun, ásamt kynningarbréfi, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið, auk nafna tveggja umsagnaraðila.
Nánari upplýsingar um starfið veita Gyða Kristjánsdóttir, ráðgjafi Hagvangs, gyda@hagvangur.is og Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi Hagvangs, geirlaug@hagvangur.is.
Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðningu er lokið.
